<$BlogRSDURL$>

Tuesday, November 20, 2007

Birgir Leifur áfram á Evrópumótaröðinni
Birgir Leifur var að ljúka leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann endurnýjaði keppnisrétt sinn með glans og fékk tvö fugla á síðustu þremur holunum. Púttin höfðu verið að stríða honum framan af í dag en það er eftirtektarvert hvað kallinn er orðinn sterkur á taugum. Í fyrra tryggði hann sér einnig keppnisrétt með góðum endaspretti. Lokaúrtökumótin fyrir PGA og Evrópumótaröðina eru gjarnan nefnd erfiðustu golfmótin á heiminum á ári hverju, vegna þess að þar er einfaldlega allt undir. Blogg fólksins sendir Bigga og Andrési hamingjuóskir.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?