Thursday, November 29, 2007
Munnmælasögur#70
Iðnaðarráðherra hefur með miðnæturhugvekjum sínum komið næturfærslum í tísku og vissulega er síðuhaldari fórnarlamb tískunnar. Nú verður því splæst í liðlega tuttugu ára gamla munnmælasögu.
"Siggi Sveins er ekki bara frændi Rúnars Geirs vinar míns, heldur var hann einnig frambærilegur handboltamaður. Eitt sinn var hann í keppnisferð með landsliðinu í Austur - Þýskalandi á Bogdans-tímanum, eða Jóns Hjaltalíns-tímanum eins og Sossi vinur minn myndi sennilega kalla þetta eftirminnilega tímabil í handboltasögu þjóðarinnar. Á þessum tíma þurftu kommarnir í austrinu múr til þess að halda fólki "réttu" megin í Þýskalandi. Mjög strangt eftirlit var með ferðum í gegnum landamærin. Ferðaplönin voru á þá leið að íslenski hópurinn færi með rútu til Danmerkur og þaðan skyldi flogið heim. Áður en rúta landsliðsins yfirgaf svæðið, náðu leikmenn að spóka sig aðeins og kíkja á mannlífið. Siggi rakst á hermann í fullum herklæðum og fór að ræða við hann um búninginn. Lýsti Siggi yfir áhuga sínum á því að kaupa fatnaðinn en tungumálaörðuleikar voru ekki að þvælast fyrir honum eftir að hafa verið atvinnumaður í Þýskalandi.
Skemmst er frá því að segja, að Sigga tókst að festa kaup á búningnum á staðnum, eftir að hafa beitt öllum sínum sannfæringarkrafti ásamt því að ota spennandi gjaldmiðli að dátanum. Skildu báðir aðilar sáttir eftir þessi frjálsu viðskipti, þó svo að seljandinn hafi auðvitað látið þarna vöru af hendi sem ekki var leyfilegt að selja. Þegar Sveinsson birtist hróðugur í rútunni og sveiflaði herklæðunum, var honum bent á að uppátækið gæti haft alvarlega eftirmála í för með sér. Í besta falli myndu landamæraverðirnir aðeins gera gallann upptækann, en í versta falli yrði rútan kyrrsett og mannskapurinn myndi lenda í löngum yfirheyrslum. Í hópnum voru einnig blaðamenn og fleira fylgdarlið. Þegar komið var að landamærunum höfðu landamæraverðirnir greinilega haft einhverjar fregnir af berstrípuðum hermanni og óðu þeir inn í rútuna. Þar var gerð dauðaleit en hvergi fundust herklæðin, einungis sveittar íþróttatreyjur og táfýlusokkar. Siggi kom gallanum hins vegar til Íslands og ólíklegt er að margir Íslendingar státi að slíkum grip. Hvernig fór hann að þessu? kann nú einhver að spyrja og var það í raun sáraeinfalt bragð. Siggi var með búninginn á herðatré. Þegar landamæraverðirnir voru gráir fyrir járnum inni í rútunni þá smeygði hann gallanum út fyrir gluggann og svo inn aftur þegar verðirnir voru fyrir utan rútuna. Örvhendum er greinilega ekki alls varnað."
Iðnaðarráðherra hefur með miðnæturhugvekjum sínum komið næturfærslum í tísku og vissulega er síðuhaldari fórnarlamb tískunnar. Nú verður því splæst í liðlega tuttugu ára gamla munnmælasögu.
"Siggi Sveins er ekki bara frændi Rúnars Geirs vinar míns, heldur var hann einnig frambærilegur handboltamaður. Eitt sinn var hann í keppnisferð með landsliðinu í Austur - Þýskalandi á Bogdans-tímanum, eða Jóns Hjaltalíns-tímanum eins og Sossi vinur minn myndi sennilega kalla þetta eftirminnilega tímabil í handboltasögu þjóðarinnar. Á þessum tíma þurftu kommarnir í austrinu múr til þess að halda fólki "réttu" megin í Þýskalandi. Mjög strangt eftirlit var með ferðum í gegnum landamærin. Ferðaplönin voru á þá leið að íslenski hópurinn færi með rútu til Danmerkur og þaðan skyldi flogið heim. Áður en rúta landsliðsins yfirgaf svæðið, náðu leikmenn að spóka sig aðeins og kíkja á mannlífið. Siggi rakst á hermann í fullum herklæðum og fór að ræða við hann um búninginn. Lýsti Siggi yfir áhuga sínum á því að kaupa fatnaðinn en tungumálaörðuleikar voru ekki að þvælast fyrir honum eftir að hafa verið atvinnumaður í Þýskalandi.
Skemmst er frá því að segja, að Sigga tókst að festa kaup á búningnum á staðnum, eftir að hafa beitt öllum sínum sannfæringarkrafti ásamt því að ota spennandi gjaldmiðli að dátanum. Skildu báðir aðilar sáttir eftir þessi frjálsu viðskipti, þó svo að seljandinn hafi auðvitað látið þarna vöru af hendi sem ekki var leyfilegt að selja. Þegar Sveinsson birtist hróðugur í rútunni og sveiflaði herklæðunum, var honum bent á að uppátækið gæti haft alvarlega eftirmála í för með sér. Í besta falli myndu landamæraverðirnir aðeins gera gallann upptækann, en í versta falli yrði rútan kyrrsett og mannskapurinn myndi lenda í löngum yfirheyrslum. Í hópnum voru einnig blaðamenn og fleira fylgdarlið. Þegar komið var að landamærunum höfðu landamæraverðirnir greinilega haft einhverjar fregnir af berstrípuðum hermanni og óðu þeir inn í rútuna. Þar var gerð dauðaleit en hvergi fundust herklæðin, einungis sveittar íþróttatreyjur og táfýlusokkar. Siggi kom gallanum hins vegar til Íslands og ólíklegt er að margir Íslendingar státi að slíkum grip. Hvernig fór hann að þessu? kann nú einhver að spyrja og var það í raun sáraeinfalt bragð. Siggi var með búninginn á herðatré. Þegar landamæraverðirnir voru gráir fyrir járnum inni í rútunni þá smeygði hann gallanum út fyrir gluggann og svo inn aftur þegar verðirnir voru fyrir utan rútuna. Örvhendum er greinilega ekki alls varnað."