<$BlogRSDURL$>

Wednesday, November 21, 2007

Útvarpsstöðin Lífæðin - comeback !!
Það er ekkert annað. Útvarpsstöðin Lífæðin snýr aftur undir stjórn Tóta Vagns og er það afskaplega vel til fundið. Þessu uppátæki Tóta man ég vel eftir enda þáttakandi í þessu að einhverju leyti í Gaggó. Eitt sinn var ég með þátt ásamt Gumma Gunnars en það gigg reyndist stökkpallur fyrir hann inn í starf hjá svæðisútvarpinu á Akureyri. Annað árið var ég með þátt ásamt Jóni Valgeir sem hefur nú verið sendur í rafvirkjastörf til Arabíu og verið vinsamlegast beðinn um að koma aldrei nálægt útvarpi aftur. Eitthvað hefur þetta því gengið misjafnlega hjá manni.

Eins man ég eftir því að hafa verið gestur í þætti Gunnars Hallssonar, fyrrum meðlims í hljómsveitinni Berklar. Núverandi skólastjóri á Grenivík var ásamt mér gestur í þættinum. Sú útsending fékk líklega afskaplega mikla hlustun því það geysaði ofsaveður þann daginn og alveg á mörkunum að Frú Margrét hleypti mér í stúdíóið/Grunnskólann. Mitt hlutverk í þættinum var að svara spurningum um íslenska knattspyrnu. Sá hluti þáttarins hafði því sjálfsagt takmarkað skemmtanagildi. Hinn hluti þáttarins var hins vegar öllu skemmtilegri, þar sem Valdimar Víðisson fór hamförum í spjalli um tónlistarsmekk sinn. Las hann þar upp úr fleiri fleiri aðdáendabréfum sem hann og eigandi RB bílaleigunnar sendu á milli sín. Það voru ljómandi fínar tvíbökur. Í þessari upprifjun langar mig einnig til þess að skora á þá Gunnar Magnús Jónsson og Óskar Skúlason að snúa aftur með sinn rómaða þátt í tilefni af þessu comebacki.
Passið ykkur á myrkrinu

This page is powered by Blogger. Isn't yours?