Monday, December 17, 2007
Big Ron#3
Eftir mikla trúarbragða umræðu undanfarna daga, kom upp í hugann ein saga til viðbótar, af Big Ron Atkinson, en hann mun seint deyja úr minnimáttarkennd. Big Ron var um tíma knattspyrnustjóri hjá West Bromwich Albion, en þá léku kunnir kappar með liðinu eins og Bryan Robson og Cyrille Regis. Nokkrum árum síðar rakst Big Ron á Cyrille Regis, sem þá hafði rætt opinskátt um það í fjölmiðlum, að hann hefði frelsast. Big Ron var ekki orða vant frekar en fyrri daginn: "Hvaða þvæla er þetta að þú hafi verið að finna Guð? Þú lékst undir hans stjórn hjá West Brom í fjögur ár!"
Eftir mikla trúarbragða umræðu undanfarna daga, kom upp í hugann ein saga til viðbótar, af Big Ron Atkinson, en hann mun seint deyja úr minnimáttarkennd. Big Ron var um tíma knattspyrnustjóri hjá West Bromwich Albion, en þá léku kunnir kappar með liðinu eins og Bryan Robson og Cyrille Regis. Nokkrum árum síðar rakst Big Ron á Cyrille Regis, sem þá hafði rætt opinskátt um það í fjölmiðlum, að hann hefði frelsast. Big Ron var ekki orða vant frekar en fyrri daginn: "Hvaða þvæla er þetta að þú hafi verið að finna Guð? Þú lékst undir hans stjórn hjá West Brom í fjögur ár!"