<$BlogRSDURL$>

Thursday, December 27, 2007

Næturvaktin
Síðuhaldari mun nú feta í fótspor iðnaðarráðherra og skrifa aðeins um Næturvaktina. Síðuhaldari hefur ekki fengið önnur eins hlátursköst í annan tíma, og þá sérstaklega í tveimur til þremur atriðum, sem rétt er að nefna ekki ef einhverjir skyldu eiga eftir að leggjast yfir þetta. Úrvals tvíbökur þarna á ferð. Það heyrir til tíðinda að karl faðir minn þrælaði sér í gegnum alla tólf þættina. Hann hefur lýst áhyggjum sínum af því að enginn muni framar versla við þessa bensínstöð Skeljungs, og veltir því fyrir sér hvernig virðulegt fólk eins og Þjóðleikhússtjóri hafi verið platað til þáttöku.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?