<$BlogRSDURL$>

Tuesday, January 15, 2008

EM í Noregi#1
Þá er búið að velja hópinn sem fer til Noregs. Þetta er svo sem eftir bókinni. Hefði verið ákjósanlegt að Arnór og Roland væru til staðar, en miðað við öll meiðslin sem hrjáðu hópinn í haust þá er þetta ágætlega sloppið. Síðuhaldari hefur ekki verið með neinar væntingar vegna mótsins, einfaldlega vegna allra þeirra leikmanna sem voru í meiðslum fyrr í vetur. Er hræddur um að þetta verði erfitt þegar leikjaálagið fer að segja til sín. Er sáttur við að Bjarni Fritz fari með þar sem Alex virðist vera með illa farinn ökkla. Meira bit í því sóknarlega að setja þá Bjarna niður heldur en Ásgeir Örn eða Einar Hólmgeirs þó þeir séu betri varnarmenn. Annars er merkilegt að það er enginn leikmaður í öllum hópnum sem er í grunninn hornamaður: Gaui spilaði sem skytta í meistaraflokki með Gróttu/KR og KA, Logi var skytta hjá FH og Hannes leikstjórnandi hjá Val. Hinu megin þá var Alex skytta hjá Gróttu/KR og var Bjarni Fritz skytta í yngri flokkkum hjá ÍR og í meistaraflokki áður en hann fór í atvinnumennsku. Einar Hólmgeirs var skytta og Ásgeir Örn líka.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?