Thursday, January 24, 2008
EM í Noregi#5
Alli er hættur. Svo sem engin furða þar sem maðurinn er í fullu starfi í Þýskalandi. Heldur snautlegur endir á ferli hans sem landsliðsþjálfari þó auðvitað sé ekki útilokað að hann taki aftur að sér starfið síðar. Hvorki hefur gengið né rekið hjá liðinu á mótinu en menn voru orðnir ansi góðu vanir eftir góða spretti á síðustu tveimur stórmótum. Hins vegar eru þjóðirnar sem við töpuðum fyrir allt handboltarisar: Svíþjóð, Frakkland, Þýskaland og Spánn. Það segir þó ekki alla söguna, því þrjú þessara liða hafa oft verið sterkari en einmitt núna auk þess sem allir þessir leikir töpuðust óþarflega stórt. Líklega gengur það ekki að fara inn í mót með svo marga menn í meiðslum og í lítilli leikæfingu. Kannski er hægt að draga þann lærdóm af þessu að skynsamlegra sé að velja þá frekar leikmenn sem eru að spila á fullu og með sjálfstraustið í lagi, þó svo þeir séu lægra skrifaðir á pappírum. Miðað við þetta mót þá sýnist mér stefna í stór vandræði með að fylla þau skörð sem Óli og Fúsi skilja eftir sig, en þess er varla langt að bíða að þeir hætti með landsliðinu. En þrátt fyrir allt þá trúi ég ekki öðru en við séum lang bestir ef miðað er við höfðatölu og hæð yfir sjávarmáli.
Passið ykkur á myrkrinu
Alli er hættur. Svo sem engin furða þar sem maðurinn er í fullu starfi í Þýskalandi. Heldur snautlegur endir á ferli hans sem landsliðsþjálfari þó auðvitað sé ekki útilokað að hann taki aftur að sér starfið síðar. Hvorki hefur gengið né rekið hjá liðinu á mótinu en menn voru orðnir ansi góðu vanir eftir góða spretti á síðustu tveimur stórmótum. Hins vegar eru þjóðirnar sem við töpuðum fyrir allt handboltarisar: Svíþjóð, Frakkland, Þýskaland og Spánn. Það segir þó ekki alla söguna, því þrjú þessara liða hafa oft verið sterkari en einmitt núna auk þess sem allir þessir leikir töpuðust óþarflega stórt. Líklega gengur það ekki að fara inn í mót með svo marga menn í meiðslum og í lítilli leikæfingu. Kannski er hægt að draga þann lærdóm af þessu að skynsamlegra sé að velja þá frekar leikmenn sem eru að spila á fullu og með sjálfstraustið í lagi, þó svo þeir séu lægra skrifaðir á pappírum. Miðað við þetta mót þá sýnist mér stefna í stór vandræði með að fylla þau skörð sem Óli og Fúsi skilja eftir sig, en þess er varla langt að bíða að þeir hætti með landsliðinu. En þrátt fyrir allt þá trúi ég ekki öðru en við séum lang bestir ef miðað er við höfðatölu og hæð yfir sjávarmáli.
Passið ykkur á myrkrinu