<$BlogRSDURL$>

Sunday, January 27, 2008

EM í Noregi#6
Nú lágu Danir ekki í því. En munu sennilega liggja í því í kvöld, þ.e.a.s í Carlsberg og Tuborg. Mörgum þótti merkilegt að Danir skyldu stefna á gullið fyrir keppnina. Málið er bara það að í landsliði Dana er hluti af gullkynslóð þeirra sem urðu að mig minnir Evrópumeistarar í annað hvort 20 ára eða 18 ára landsliði. Mjög heilsteypt lið sem þarf ekki að treysta algerlega á ákveðna lykilmenn. Helst mætti nefna Kasper Hvidt og Michael Knudsen sem erfitt væri að leysa af hólmi. Þeir eiga fjórar rétthentar skyttur og þurftu ekki einu sinni að nota Íslandsbanann Lars Möller Madsen. Ég held að það sé fínt fyrir handboltann að þeir skyldu vinna. Nú er þessi slagari við hæfi.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?