<$BlogRSDURL$>

Friday, January 04, 2008

Munnmælasögur#72
Síðuhaldari gerði sér dagamun fyrir jólin og fór á b(ölstofuna). Þar hitti hann gamlan Víkara sem var að undrast hversu mjúkum höndum hefði verið farið um Ólaf Sigurðsson í þessum dagskrárlið. Úr því verður nú snarlega bætt.

Óli Veltir var einu sinni sem oftar að skemmta sér í Sjallanum á Ísafirði með Vesfirsku Gleðipinnunum og höfðu þeir verið að fylgjast með fegurðarsamkeppni. Aldrei slíku vant ákveður Óli að skella sér á barinn og þá gala HáEmm og allir hinir á eftir honum og biðja Óla um að kaupa fyrir sig í leiðinni. Óla leiddist þetta óskaplega og til þess að sleppa við fleiri svona snúninga, þá keypti hann bara tuttugu og fimm stykki af tvöföldum í kók. Drykkjunum var öllum komið fyrir á einum bakka og sá Óli sér þarna leik á borði til þess að gera eins og þjónarnir í bíómyndunum. Kom hann því bakkanum fyrir á traustum fingrunum og hóf bakkann á loft í rúmlega tveggja metra hæð og rölti af stað. Í litlu tröppunum í Sjallanum mætir hann vinkonu sinni sem var í sínu fínasta pússi. Óli þurfti að beygja sig aðeins fram til þess að heyra hvaða ástarorðum hún vildi hvísla í eyra hans. Afleiðingarnar urðu þeir að um leið og hann beygði sig fram, fékk vinkonan um átta glös yfir sig af tvöföldum í kók. Óli er annálaður séntilmaður og lét þetta smáræði ekki slá sig út af laginu heldur sagði strax: "Þetta er allt í lagi -hafðu engar áhyggjur. Ég skal borga glösin" !!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?