<$BlogRSDURL$>

Friday, January 11, 2008

Munnmælasögur#73
Þó svo að Playstation kynslóðin átti sig ekki á því, þá vitum við gamla fólkið að ekki er ýkja langt síðan að byrjað var að selja roðlaust og beinlaust út í heim. Þegar markaðurinn var farinn að gera kröfu um að fá fiskinn sendan út roðlaust og beinlaust, þá var vitaskuld brugðist við því í Víkinni. Margir af eldri sjómönnunum botnuðu lítið í þessu pjatti hjá útlendingunum og höfðu einnig áhyggjur af kostnaðinum sem þessari vinnslu fylgdi. Skömmu eftir að þessar breytingar skullu á rakst Einar afi á Guðjón Jónsson, sem var einn reyndasti og duglegasti sjómaðurinn í Víkinni á þeim tíma. Guðjón segir við afa: "Merkilegir þessir Kanar. Þeir eru orðnir svo latir, að fyrr en varir þurfum við að fara að tyggja fiskinn fyrir þá líka" !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?