Wednesday, January 16, 2008
Orðrétt
"Hann gerir góðan mat og mamma er bara nokkuð glöð og ánægð með lífið og nýja kærastann. Það er gott. Gott að mamma sé hamingjusöm en sonurinn hefur svolitlar áhyggjur af nýja pabba sínum. Mamma segir mér að hún hafi kynnst honum í New York. Hún svaf hjá honum í Central Park. Mamma segist hafa áhyggjur, hún heldur jafnvel að hann eigi hvergi heima. Ég hugsa, er hann kannski róni? Kannski á einhver bandarísk kona eftir að koma til Íslands, sofa hjá Tryggva róna í Hljómskálagarðinum og skrifa bók. Kannski ný grein sé að skapast í bókmenntaheiminum. Nei, fjandinn hafi það. Pabbi minn er ekki róni, hann er hattagerðarmaður, trommari, syngur í hljómsveit og eldar magnaðan mat, og hann er kærasti mömmu. Pabbi minn."
- Kristjón Kormákur Guðjónsson, rithöfundur, í magnaðri færslu um bók móður sinnar, á bloggi sínu 22. desember 2007.
"Hann gerir góðan mat og mamma er bara nokkuð glöð og ánægð með lífið og nýja kærastann. Það er gott. Gott að mamma sé hamingjusöm en sonurinn hefur svolitlar áhyggjur af nýja pabba sínum. Mamma segir mér að hún hafi kynnst honum í New York. Hún svaf hjá honum í Central Park. Mamma segist hafa áhyggjur, hún heldur jafnvel að hann eigi hvergi heima. Ég hugsa, er hann kannski róni? Kannski á einhver bandarísk kona eftir að koma til Íslands, sofa hjá Tryggva róna í Hljómskálagarðinum og skrifa bók. Kannski ný grein sé að skapast í bókmenntaheiminum. Nei, fjandinn hafi það. Pabbi minn er ekki róni, hann er hattagerðarmaður, trommari, syngur í hljómsveit og eldar magnaðan mat, og hann er kærasti mömmu. Pabbi minn."
- Kristjón Kormákur Guðjónsson, rithöfundur, í magnaðri færslu um bók móður sinnar, á bloggi sínu 22. desember 2007.