<$BlogRSDURL$>

Thursday, January 24, 2008

Orðrétt
"Rosalega get ég verið vitlaus. Stundum á lífsleiðinni hef ég vonast til þess að rekast á endimörk heimsku minnar. En svo blasa sífellt við mér nýjar víddir. Mér og öðrum. Núna álpaðist ég inn á fótboltavefinn ESPNsoccernet þar sem hægt er að fylgjast með framvindu leikja. Þegar leikmenn skjóta á markið birtist nafnið þeirra ásamt tölustöfum innan sviga fyrir aftan, sbr. t.d. Wayne Rooney (60). Ég hélt að þetta væri aldur leikmanna enda er það með þeim hætti í Séð og heyrt, en það er eina blaðið sem ég les hin síðari ár. Það var seinni hálfleikur í ensku úrvalsdeildinni þegar ég kíkti þarna inn. Mér hætti að lítast á blikuna þegar allir skotmenn voru komnir um og yfir fimmtugt og sumir á sjötugsaldurinn. Hápunkturinn var þegar Cristiano Ronaldo (90) skoraði fyrir Manchester United gegn Reading. Nú er mér tjáð, að þetta sé mínútan þegar skotið er eða skorað. Alltaf nýjar víddir."
- Blekbóndinn, Hlynur Þór Magnússon, á bloggi sínu þann 19. janúar 2008.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?