<$BlogRSDURL$>

Wednesday, January 23, 2008

Orðrétt
"Tveir menn stóðu og horfðu á Kastljós. Þegar ég sá að bróðir minn var gestur í Efstaleitinu slóst ég í hópinn. Eftir svona 30 sek snéri annar maðurinn sér að mér og sagði: "Þetta eru nú meiri helvítis vitleysingarnir" Ég svona hummaði það af mér, sagði bara já finnst þér það. Maðurinn hélt áfram frekar pirraður út í Árna og Sigga og sagði mér nokkrar sögur af Árna. Svo kom að því að hann sá sig knúinn til að segja mér frá stuttbuxnadrengnum Sigurði Kára. "Vissir þú að hann er lögmaður?" Ég sagðist nú hafa einhverja hugmynd um það. Svo bætti hann við: "Þessi maður hefur aldrei unnið erfiðisvinnu, hvorki lyft hamri né spýtu" Ég spurði hann hvort að hann væri nú viss um það - hann hélt það nú. Svo hélt hann áfram: "Drengurinn er fæddur með silfurskeið í munni, ólst bara upp við að hafa allt til alls" Þarna var ég farin að glotta aðeins. Sagði manninum að þetta væri nú ekki alveg rétt, amk ekki samkvæmt mínum heimildum. Maðurinn var nú ekki sáttur við það. Sagðist þekkja vel til. Á þeim tímapunti þótti mér afskaplega skemmtilegt að segja; Hann er nú reyndar bróðir minn!! Maðurinn var hvítur í framan og um það bil á sama tíma og ég hélt að væri að líða yfir hann þá horfði hinn maðurinn á mig og sagði: "já ég sé svipinn" Hann hafði vart lokið setningunni þegar sá óheppni var þotinn út."
- Hafrún Kristjánsdóttir á bloggi sínu þann 21. janúar 2008.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?