Thursday, January 03, 2008
Áramótasilfrið
Meintur tvífari var með áramótaþátt um daginn sem síðuhaldari sá að hluta til. Þrennt sem vakti athygli mína:
- Eins og jafnan um áramót var fólk út í bæ spurt um hitt og þetta sem upp úr stóð á árinu. Stéttarfélagsforinginn á Húsavík las sín svör af blaði.
- Álitsgjafarnir reka sig oft á furðulegar tilviljanir. Ólína Þorvarðardóttir var sú eina sem nefndi þvagprufu á Selfossi sem eftirminnilegan atburð. Sýslumaður þar á bæ er Ólafur Helgi Kjartansson, en hann var sá eini í skólanefndinni á Ísafirði sem greiddi atkvæði með öðrum umsækjanda en Ólínu, þegar hún var ráðinn skólameistari MÍ á sínum tíma.
- Enn eru til menn sem eru með Davíð Oddsson á heilanum í pólitísku samhengi eins og t.d. Hallgrímur Helgason. Spurning um að fara að snúa sér að nýju viðfangsefni.
Meintur tvífari var með áramótaþátt um daginn sem síðuhaldari sá að hluta til. Þrennt sem vakti athygli mína:
- Eins og jafnan um áramót var fólk út í bæ spurt um hitt og þetta sem upp úr stóð á árinu. Stéttarfélagsforinginn á Húsavík las sín svör af blaði.
- Álitsgjafarnir reka sig oft á furðulegar tilviljanir. Ólína Þorvarðardóttir var sú eina sem nefndi þvagprufu á Selfossi sem eftirminnilegan atburð. Sýslumaður þar á bæ er Ólafur Helgi Kjartansson, en hann var sá eini í skólanefndinni á Ísafirði sem greiddi atkvæði með öðrum umsækjanda en Ólínu, þegar hún var ráðinn skólameistari MÍ á sínum tíma.
- Enn eru til menn sem eru með Davíð Oddsson á heilanum í pólitísku samhengi eins og t.d. Hallgrímur Helgason. Spurning um að fara að snúa sér að nýju viðfangsefni.