<$BlogRSDURL$>

Thursday, January 03, 2008

Áramótasilfrið
Meintur tvífari var með áramótaþátt um daginn sem síðuhaldari sá að hluta til. Þrennt sem vakti athygli mína:

- Eins og jafnan um áramót var fólk út í bæ spurt um hitt og þetta sem upp úr stóð á árinu. Stéttarfélagsforinginn á Húsavík las sín svör af blaði.

- Álitsgjafarnir reka sig oft á furðulegar tilviljanir. Ólína Þorvarðardóttir var sú eina sem nefndi þvagprufu á Selfossi sem eftirminnilegan atburð. Sýslumaður þar á bæ er Ólafur Helgi Kjartansson, en hann var sá eini í skólanefndinni á Ísafirði sem greiddi atkvæði með öðrum umsækjanda en Ólínu, þegar hún var ráðinn skólameistari MÍ á sínum tíma.

- Enn eru til menn sem eru með Davíð Oddsson á heilanum í pólitísku samhengi eins og t.d. Hallgrímur Helgason. Spurning um að fara að snúa sér að nýju viðfangsefni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?