Friday, January 18, 2008
Síðuhaldari í EM-stofuna
Raggi Ingvars er búinn að vera með undirskriftalista í gangi um að síðuhaldara verði boðið í EM-stofuna. Margir hafa komið að máli við síðuhaldara vegna þessa og hvatt hann til þess að senda tölvupóst á Baldvin Þór Bergsson sem sér um EM stofuna hjá RÚV. Síðuhaldari hefur nú gert það og birtir hér tölvupóstinn sem hann sendi í dag:
"Heill og sæll Baldvin
Nú tel ég að það sé kominn tími á að bjóða kynþokkafullum Bolvíkingi í
EM-stofuna. Það bara verður að koma til móts við landsbyggðina.
Er ég þá að sjálfsögðu að tala um sjálfan mig. Sökum ólæknandi nördisma
get ég boðið þér upp á umfangsmikla þekkingu á frönskum handknattleik en
þeir eru jú ríkjandi Evrópumeistarar. Félagar mínír á Mogganum hafa nú
ekki gert svo lítið grín að því að ég skyldi skrifa heila opnu um Jackson
Richardson síðastliðið sumar. Hef náttúrulega einnig skrifað um deildina
hér heima í mörg ár.
Þar fyrir utan tel ég að sú upplifun að láta sminka sig sé eitthvað sem
allir gagnkynhneigðir karlmenn þurfi að ganga í gegnum.
með góðri kveðju
Kristján Jónsson"
Mínútu síðar barst þetta svar frá Baldvin og er það birt hér án leyfis sendanda:
"Sæll
Ég tek þig á orðinu. Kíktu á mig á sunnudaginn upp úr 4.
Baldvin"
Baldvin Þór Bergsson er hér með orðinn uppáhaldsfréttamaður þessa síðuhalds. Put that in your pipe and smoke it Guðmundur Gunnarsson.
Raggi Ingvars er búinn að vera með undirskriftalista í gangi um að síðuhaldara verði boðið í EM-stofuna. Margir hafa komið að máli við síðuhaldara vegna þessa og hvatt hann til þess að senda tölvupóst á Baldvin Þór Bergsson sem sér um EM stofuna hjá RÚV. Síðuhaldari hefur nú gert það og birtir hér tölvupóstinn sem hann sendi í dag:
"Heill og sæll Baldvin
Nú tel ég að það sé kominn tími á að bjóða kynþokkafullum Bolvíkingi í
EM-stofuna. Það bara verður að koma til móts við landsbyggðina.
Er ég þá að sjálfsögðu að tala um sjálfan mig. Sökum ólæknandi nördisma
get ég boðið þér upp á umfangsmikla þekkingu á frönskum handknattleik en
þeir eru jú ríkjandi Evrópumeistarar. Félagar mínír á Mogganum hafa nú
ekki gert svo lítið grín að því að ég skyldi skrifa heila opnu um Jackson
Richardson síðastliðið sumar. Hef náttúrulega einnig skrifað um deildina
hér heima í mörg ár.
Þar fyrir utan tel ég að sú upplifun að láta sminka sig sé eitthvað sem
allir gagnkynhneigðir karlmenn þurfi að ganga í gegnum.
með góðri kveðju
Kristján Jónsson"
Mínútu síðar barst þetta svar frá Baldvin og er það birt hér án leyfis sendanda:
"Sæll
Ég tek þig á orðinu. Kíktu á mig á sunnudaginn upp úr 4.
Baldvin"
Baldvin Þór Bergsson er hér með orðinn uppáhaldsfréttamaður þessa síðuhalds. Put that in your pipe and smoke it Guðmundur Gunnarsson.