<$BlogRSDURL$>

Monday, February 18, 2008

Allar stöðvarnar með yfirburði
Það er ávísun á mígreniskast þegar íslensku sjónvarpsstöðvarnar birta niðurstöður áhorfskannanna. Undantekningarlaust eru allar stöðvarnar sigurvegarar. Og það með yfirburðum. Til að botna eitthvað í þessu þá þarf maður að lesa smáa letrið. Sé stækkunarglerinu beint undir niðurstöðutöfluna má sjá hvernig úrtakið er. Stöð2 var til dæmis að birta niðurstöður úr könnun frá Capacent og að sjálfsögðu var stöðin að murka lífið úr RÚV og Skjá1, sem einnig birta niðurstöður úr sömu könnun, þar sem lífið er murkað úr Stöð2. Niðurstöðurnar sem henta Stöð2 í þessu tilfelli, eru sem sagt svör frá fólki sem er með áskrift að Stöð2, á aldrinum 18 - 49 ára ef ég man rétt. Þá myndi ég halda að búið væri að klippa út markhóp Spaugstofunnar. Talandi um Spaugstofuna: Var Pálmi að herma eftir Valla bakara á laugardaginn? Sjálfskipaður eftirhermumeistari Bolungarvíkur, Röggi pensill, getur kannski frætt mann um það?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?