<$BlogRSDURL$>

Friday, February 22, 2008

Bjarni Dagur býður betur
Síðuhaldari fór á dögunum að skrifa um leik í undanúrslitum í bikarkeppni kvenna á Seltjarnarnesi. Stjarna kvöldsins var ekki inni á vellinum heldur hélt um hljóðnema í blaðamannastúkunni, en kynnir á leiknum var Bjarni Dagur, sá hinn sami og les inn á Bónus auglýsingarnar. Hann hefur víst verið að sinna þessu starfi í vetur fyrir Gróttu og kemur óneitanlega inn með nýjar áherslur. Bjarni byrjaði af krafti í kynningu á leikmönnum gestaliðsins og var ekkert að stressa sig á því að nota full nöfn, heldur var með alls kyns skemmtilegar styttingar. Til dæmis var markvörðurinn Florentina Stanciu einfaldlega kynnt til leiks sem Florentza! Í leiknum sjálfum fer Anna Úrsula á vítapunktinn og skýtur í stöngina, en um það bil sem samherji hennar er að taka frákastið í góðu færi, þá galar Bjarni í hljóðnemann: "Spennó" !!! Eitthvað segir mér að þessi frasi eigi eftir að lifa góðu lífi á meðal íþróttafréttamanna. Skömmu síðar fór Anna aftur á vítapunktinn og skaut á nákvæmlega stað á markið nema að í þetta skiptið fór boltinn út fyrir hliðarlínu. Þá snéri kynnirinn sér að næsta manni og spurði: "Var þetta ekki mark" ?. Þetta var auðvitað alveg gríðarlega hressandi allt saman en maður saknaði þess að Bjarni skyldi ekki skjóta inn á milli setningum eins og: "Holta ferskir kjúklingaleggir 395 krónur kílóið".
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?