Thursday, February 28, 2008
Lætin á efri hæðinni hækkuð um nokkra tóna
Þetta hyski á hæðinni fyrir ofan dúfnakofann minn á Grandaveginum er ekkert að draga úr. Frekar var bætt í ef eitthvað er á aðfaranótt miðvikudags. Á bilinu 2:30 - 3:30 var dauðarokki skellt í græjurnar einhvers staðar á annari hæðinni. Hafi þetta komið frá flugfreyjumanninum, sem ég hef nokkrum sinnum minnst á hér, þá er um einhverja meiriháttar lífstílsbreytingu að ræða. Hann hefur nú hingað til verið í annari tónlistardeild en í gegnum tíðina hefur maður vaknað upp við: hugljúfar 80´s ballöður eins og Forever young, lag Ólympíuleikanna 1992, ættjarðarlög og kirkju/orgel-tónlist. Hafi þetta ómelódíska dauðarokk komið frá honum þá er flugfreyjumaðurinn sennilega búinn að fara tónlistarlegan hring. Hef ekki kvartað hingað til á ævinni en er farinn að nálgast þolmörk. Hef ekki alltaf þótt sáttur við svefntruflanir. Síðuhaldari væri ekki næst fallegasti maður við Djúp á eftir Óla Gumma Golla án þess að hafa fengið sína fegurðarblundi.
Passið ykkur á myrkrinu.
Þetta hyski á hæðinni fyrir ofan dúfnakofann minn á Grandaveginum er ekkert að draga úr. Frekar var bætt í ef eitthvað er á aðfaranótt miðvikudags. Á bilinu 2:30 - 3:30 var dauðarokki skellt í græjurnar einhvers staðar á annari hæðinni. Hafi þetta komið frá flugfreyjumanninum, sem ég hef nokkrum sinnum minnst á hér, þá er um einhverja meiriháttar lífstílsbreytingu að ræða. Hann hefur nú hingað til verið í annari tónlistardeild en í gegnum tíðina hefur maður vaknað upp við: hugljúfar 80´s ballöður eins og Forever young, lag Ólympíuleikanna 1992, ættjarðarlög og kirkju/orgel-tónlist. Hafi þetta ómelódíska dauðarokk komið frá honum þá er flugfreyjumaðurinn sennilega búinn að fara tónlistarlegan hring. Hef ekki kvartað hingað til á ævinni en er farinn að nálgast þolmörk. Hef ekki alltaf þótt sáttur við svefntruflanir. Síðuhaldari væri ekki næst fallegasti maður við Djúp á eftir Óla Gumma Golla án þess að hafa fengið sína fegurðarblundi.
Passið ykkur á myrkrinu.