Friday, February 08, 2008
Munnmælasögur#74
Til skamms tíma var þeim félögum, Hannesi Má Sigurðssyni og Harald Péturssyni, treyst fyrir knattspyrnuþjálfun ungra drengja í Víkinni. Á meðal þeirra verkefna sem þeir fengu í hendurnar var að fara með 79´ og 80´ árganginn á 5. flokks mót á Skaganum. Ef frá er talið eitt atvik þar sem einn liðsmaðurinn týndist og fannst niðri á höfn á Akranesi, þá var Jón Eggert Víðisson, frændi minn, að öðrum ólöstuðum; maður ferðarinnar. Áður en ferðalagið hófst var fundað með púkunum og foreldrum þeirra, þar sem farið var yfir dagskrána þessa helgina. Samkvæmt planinu þá átti hópurinn að vera tvo daga á Skaganum og fengu öll liðin á mótinu frítt í sund báða dagana, enda nauðsynlegt að komast í sturtu eftir fótboltaleiki. Þarna var réttlætiskennd Nonna alveg stórlega misboðið og gargaði hann hneykslaður á þjálfarana: "Bara tveir frímiðar í sund!" Einhverra hluta vegna var Nonni svo settur í vörnina á mótinu en eins og svo oft í leikjum Bolvíkinga var lítið að gera í vörninni. Halla þótti Nonni vera frekar staður og kallaði til hans ábendingu um að hreyfa sig eitthvað. Nonni tók því vel og byrjaði að dansa!
Til skamms tíma var þeim félögum, Hannesi Má Sigurðssyni og Harald Péturssyni, treyst fyrir knattspyrnuþjálfun ungra drengja í Víkinni. Á meðal þeirra verkefna sem þeir fengu í hendurnar var að fara með 79´ og 80´ árganginn á 5. flokks mót á Skaganum. Ef frá er talið eitt atvik þar sem einn liðsmaðurinn týndist og fannst niðri á höfn á Akranesi, þá var Jón Eggert Víðisson, frændi minn, að öðrum ólöstuðum; maður ferðarinnar. Áður en ferðalagið hófst var fundað með púkunum og foreldrum þeirra, þar sem farið var yfir dagskrána þessa helgina. Samkvæmt planinu þá átti hópurinn að vera tvo daga á Skaganum og fengu öll liðin á mótinu frítt í sund báða dagana, enda nauðsynlegt að komast í sturtu eftir fótboltaleiki. Þarna var réttlætiskennd Nonna alveg stórlega misboðið og gargaði hann hneykslaður á þjálfarana: "Bara tveir frímiðar í sund!" Einhverra hluta vegna var Nonni svo settur í vörnina á mótinu en eins og svo oft í leikjum Bolvíkinga var lítið að gera í vörninni. Halla þótti Nonni vera frekar staður og kallaði til hans ábendingu um að hreyfa sig eitthvað. Nonni tók því vel og byrjaði að dansa!