<$BlogRSDURL$>

Monday, February 25, 2008

Nýir og ferskir straumar
Það leika væntanlega ferskir straumar um kommúnistaeyjuna Kúbu í augnablikinu, enda búið að yngja upp í forystu kommúnistaflokksins. Ungur og upprennandi maður er búinn að taka við tæplega fimmtíu ára gömlu kefli, eftir að hafa verið "kosinn" forseti í gær. Fyrir einhverja undarlega tilviljun er það bróðir fráfarandi einræðisherra sem tekur við. Enda svo sem engin ástæða til að gera miklar breytingar þegar árangurinn við stjórnun landsins er slíkur, að fjöldi fólk reynir frekar að skella sér til Miami á gúmmítuttlu, en að draga fram lífsbjörgina á Kúbu. Nýi maðurinn heitir Raúl og kemur ferskur til leiks rétt eins og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þess má geta að Raúl er 76 ára.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?