Monday, February 04, 2008
Orðrétt
"Ég og Sigrún systir erum andstæður á ýmsum sviðum. Vel flestum meira að segja. Við kjósum sama stjórnmálaflokkinn er þó eitt sem við eigum sameiginlegt. En það er líka gert til að tryggja hlutdeild í arfi og fá að borða. Annars er hún lítil og mjó á meðan ég er stór og feitur. Hún talar meira þegar hún þarf, en ég þyrfti eiginlega að læra að þegja af og til. Hún er skolhærð eins og áður hefur komið fram en ég er dökkhærður. Ég spila á hljóðfæri en hún hins vegar, sem er mjög óeðlilegt í þessum armi Hvítanesættarinnar, er mjög góð í íþróttum. Á meira að segja að baki glæstan handboltaferil og medalíur í stíl. Á meðan ég endaði minn handboltaferil sem kynnir á heimaleikjum hjá Val."
- Stuðfinnur Einarsson, áhugamaður um sjávarútveg og landbúnaðarmál, í myndskreyttri færslu um litlu systur á bloggi sínu í dag.
"Ég og Sigrún systir erum andstæður á ýmsum sviðum. Vel flestum meira að segja. Við kjósum sama stjórnmálaflokkinn er þó eitt sem við eigum sameiginlegt. En það er líka gert til að tryggja hlutdeild í arfi og fá að borða. Annars er hún lítil og mjó á meðan ég er stór og feitur. Hún talar meira þegar hún þarf, en ég þyrfti eiginlega að læra að þegja af og til. Hún er skolhærð eins og áður hefur komið fram en ég er dökkhærður. Ég spila á hljóðfæri en hún hins vegar, sem er mjög óeðlilegt í þessum armi Hvítanesættarinnar, er mjög góð í íþróttum. Á meira að segja að baki glæstan handboltaferil og medalíur í stíl. Á meðan ég endaði minn handboltaferil sem kynnir á heimaleikjum hjá Val."
- Stuðfinnur Einarsson, áhugamaður um sjávarútveg og landbúnaðarmál, í myndskreyttri færslu um litlu systur á bloggi sínu í dag.