Tuesday, February 19, 2008
Síðuhaldari í S-inu sínu
Það er ekki ofsögum sagt að síðuhaldari hafi verið í sínu besta formi á síðum Morgunblaðsins í gær. Fyrir það fyrsta þá sagði hann serbneskar handboltakonur vera slóvenskar, sem er einstaklega áhugavert í ljósi þess að þjóðernishyggja er óvíða meiri á byggðu bóli en einmitt í fyrrum Júgóslavíu. En ekki var látið þar við sitja því höfuðið var svo bitið af skömminni með því að nota tvö nöfn yfir þetta ágæta serbneska félag í greininni. En hvað gerir maður ekki til þess að draga athyglina frá leiðaraskrifum blaðsins? Verði síðuhaldara sagt upp á Mogganum þá er hann tilbúinn til þess að taka við handboltalandsliðinu. Röðin fer að koma að manni.
Það er ekki ofsögum sagt að síðuhaldari hafi verið í sínu besta formi á síðum Morgunblaðsins í gær. Fyrir það fyrsta þá sagði hann serbneskar handboltakonur vera slóvenskar, sem er einstaklega áhugavert í ljósi þess að þjóðernishyggja er óvíða meiri á byggðu bóli en einmitt í fyrrum Júgóslavíu. En ekki var látið þar við sitja því höfuðið var svo bitið af skömminni með því að nota tvö nöfn yfir þetta ágæta serbneska félag í greininni. En hvað gerir maður ekki til þess að draga athyglina frá leiðaraskrifum blaðsins? Verði síðuhaldara sagt upp á Mogganum þá er hann tilbúinn til þess að taka við handboltalandsliðinu. Röðin fer að koma að manni.