<$BlogRSDURL$>

Sunday, March 02, 2008

Bikarúrslit og Óli Stef
Síðuhaldari var á bikarúrslitaleikjunum í gær. Vel mætt og fín stemmning. Fyrri leikurinn spennandi en seinni leikurinn ójafn. Við blaðasnáparnir sátum fyrir framan hátalara sem sennilega var fluttur til landsins þegar Metallica hélt hér tónleika (gátum reyndar verið í boxinu uppi og færði mig þangað í seinni leiknum). Sem varð til þess að ég heyrði ekki mannsins mál það sem eftir lifði dagsins sökum hellu. Það gerir öll viðtöl að meiri áskorun þegar maður þarf að geta sér þess til um hvað viðmælandinn er að tala. Annars frétti ég að RÚVarar hafi verið með flotta útsendingu frá bikardeginum með Hrafnkel, Snorra og Hjört alla á vaktinni. Hefði verið til í að sjá Marka-Hjössa í handboltavangaveltum. Læt hér fylgja með mjög áhugavert mark frá Óla Stef sem ég rakst á. Er þetta í leik með Magdeburg og miðað við lokkana á Jackson og vodabelginn á Iakimovic, þá er andstæðuringurinn væntanlega spænska liðið með bandaríska nafnið, Portland San Antonio.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?