<$BlogRSDURL$>

Thursday, March 13, 2008

"Fastir liðir" á DVD?
Var að lesa frétt um að samningar væru í höfn hjá RÚV og félögum íslenskra leikara og hljómlistarmanna þar sem RÚV fær meðal annars leyfi til þess að gefa út leikið efni sem á einhverjum tíma hefur verði sýnt á RÚV. Þetta gæti þýtt að meistaraverk á borð við "Fastir liðir eins og venjulega" komi út á DVD svo ekki sé talað um brakandi snilld eins og "Gættu að því hvað þú gerir maður." Í síðara tilfellinu þyrfti hugsanlega að semja sérstaklega við Ólaf Sigurðsson, fyrrum fréttamann, sem slaufaði þeim þætti afar eftirminnilega eftir að hafa lesið upp aflatölur.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?