<$BlogRSDURL$>

Wednesday, March 26, 2008

Gloria
Síðuhaldari er nú staddur í Tyrklandi þar sem hann er að kynna sér siði og venjur heimamanna á Antalya svæðinu. Haldið er til að golfsvæði sem er í mikilli uppbyggingu og heitir Gloria resort í höfuðið á konu sem á allt draslið að mér skilst. Á herbergi síðuhaldara eru ýmsar sjónvarpsstöðvar eins og gengur. Breskar, bandarískar, tyrkneskar og rússneskar svo eitthvað sé nefnt. Eitt hefur mér þótt afskaplega sérstakt og það er hvernig Gloria hótelið er búið að afgreiða Golf channel rásina. Þar er sýndur þáttur um Mastersmótið en erfitt er að greina hvað þulurinn er að segja, því Tyrkjunum finnst hrikalega fyndið að láta early 80s slagarann Gloria, á repeat! Frá því að ég kom hefur þetta lag því hljómað sleitulaust á þessari rás! Ég minnist þess að Geðmundur Rúvari og fyrrum flugfreyjumaður, hnykkti ósjaldan mjöðmunum við þetta lag á Kaffi klamedíu hér áður fyrr en engu að síður er ansi vel í lagt að hafa það á repeat. Þessir rómverjar eru náttúrulega klikk! Kannski verður frekar greint frá Tyrklandsför síðar en núna þarf ég að senda móður minni tölvupóst þar sem ég hef ekki verið nægilega iðinn við að láta vita af mér.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?