<$BlogRSDURL$>

Monday, March 10, 2008

Orðrétt
"Hann (Hugo Chavez) náði völdum í Venezúela með því að skapa alveg gríðarlega mikla tortryggni, annars vegar á milli þess stóra fjölda fólks sem er fátækur og hinna ríku. Hinnar fámennu auðstéttar sem hefur farið með völdin í landinu. Hann býr til andstæðing, sem er auðstéttin, þannig að það er í rauninni í lagi að ráðast á fólk, jafnvel ræna því, til þess að krefjast peninga af því að þetta fólk á að vera búið að arðræna landið í öll þessi ár. Hins vegar er efnahagsstefnan, eins og maður bara varð var við í hinu daglega lífi, hún er að hrynja. Landið er bara að hrynja innan frá efnahagslega. Honum er að takast að rústa því...Þetta er annar stærsti olíuútflytjandi heims á eftir Saudí Arabíu. Þetta eru ekki nema 23 milljónir íbúa sem búa þarna, landið ætti að vera vellauðugt. Hann bara sóar þessu í rauninni bara í vitleysu. Hann niðurgreiðir allt bensín og olíu fyrir innfædda. Hann lætur stórar fjárfúlgur til handa fjölskyldum sem skrifa undir samning um að þau sendi börnin sín í skóla. Fólk gerir það, börnin fara í skóla en að sama skapi þá gerist það að fólkið hættir að vinna..... Allir fyrir utan einn, sem ég ræddi við, hreinlega hötuðust út í Chavez og hans stefnu og hvað hann væri að gera... Þora að segja það en ekki í síma eða tölvupósti. Fólk talar um það óhikað á kaffihúsum eða á götum úti. Þetta er algerlega samfélag óttans."
- Baldur Þórhallsson, doktor í stjórnmálafræði, í síðdegisútvarpi Rásar2 fimmtudaginn 6. mars 2008.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?