<$BlogRSDURL$>

Wednesday, March 05, 2008

Reykjavíkurmet í hroka ?
Ekki er útilokað að Guðlaugur Þór Þórðarson hafi sett nýtt Reykjavíkurmet í hroka í Silfri Egils á sunnudaginn. Undir lok viðtals Egils við Guðlaug skiptu þeir báðir svolítið um takt. Egill spurði Guðlaug um þær vangaveltur sem hafa verið í bloggheimum og víðar þess efnis að Guðlaugur hefði beitt sér af þunga fyrir því að Hanna Birna tæki ekki við oddvitastöðunni í borginni. Þá sagði Guðlaugur meðal annars þetta: "Hvaða máli skiptir það þó einhver Friðjón setji eitthvað á bloggið." Egill spurði jafnframt um hvort verjandi væri að Vilhjálmur sæti áfram en Guðlaugur var hans helsti stuðningsmaður í prófkjörinu á sínum tíma. Guðlaugur sagði Vilhjálm hafa staðið sig afskaplega vel sem borgarstjóri sem er út af fyrir sig áhugaverð skoðun. Í kjölfarið sagði hann þetta um stöðu mála hjá borgarstjórnarflokknum:

"Það væri nú ágætt ef ég myndi stýra þessu öllu, þá hefðu kannski hlutirnir verið eitthvað svolítið öðruvísi. Menn fóru svolítið á skjön við það sem ég lagði upp með í hinum ýmsu málum. Þannig að ef ég stýrði þessu þá hefði náttúrulega atburðarrásin væntanlega verið eitthvað öðruvísi.....Menn hefðu bara haldið sig við það sem við lögðum upp með í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur á sínum tíma."

Sé þetta ekki nýtt Reykjavíkurmet í hroka þá hlýtur þetta alla vega að höggva nálægt metinu.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?