<$BlogRSDURL$>

Thursday, March 06, 2008

Áróður í biðröð
Síðuhaldari var staddur í bankaútibúi í gær. Á meðan á biðinni stóð velti hann fyrir sér málshætti Stormskersins: "Best er að vera einn í biðröð." Skyndilega blasti við merkileg sjón. Kona nokkur sem vippaði sér til gjaldkerans var með auglýsingu á bakinu. Hún var klædd í vindjakka og aftan á honum skartaði hún flennistóru lógói Prince sígarettutóbaksins. Óneitanlega nokkuð hressandi á tímum þar sem rétttrúnaðurinn er kominn á það stig, að menn geta ekki ýjað að því að mjólkin sé sæmilega holl án þess að Grasa-Kolla komi gaggandi í sjónvarpið.
Passið á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?