Thursday, April 03, 2008
Áhugaverð nálgun
Íþróttadeild RÚV var með nokkuð áhugaverða nálgun á gengi Birgis Leifs Hafþórssonar í sjö fréttunum á sunnudaginn. Biggi komst í gegnum niðurskurðinn eftir 36 holur en spilaði síðari tvö dagana illa og varð neðstur þeirra sem komust í gegnum niðurskurðinn. Í fréttum RÚV var sagt frá því að Birgir hefði hafnað í 69. og neðsta sæti á mótinu. Fyrirsögn fréttarinnar var jafnframt "Neðsta sæti." Þetta er nokkuð áhugaverð nálgun því keppendur í mótinu voru 140 eins og jafnan á Evrópumótaröðinni.
Passið ykkur á myrkrinu.
Íþróttadeild RÚV var með nokkuð áhugaverða nálgun á gengi Birgis Leifs Hafþórssonar í sjö fréttunum á sunnudaginn. Biggi komst í gegnum niðurskurðinn eftir 36 holur en spilaði síðari tvö dagana illa og varð neðstur þeirra sem komust í gegnum niðurskurðinn. Í fréttum RÚV var sagt frá því að Birgir hefði hafnað í 69. og neðsta sæti á mótinu. Fyrirsögn fréttarinnar var jafnframt "Neðsta sæti." Þetta er nokkuð áhugaverð nálgun því keppendur í mótinu voru 140 eins og jafnan á Evrópumótaröðinni.
Passið ykkur á myrkrinu.