<$BlogRSDURL$>

Monday, April 07, 2008

Munnmælasögur#77
Maður er nefndur Jakob Falur Garðarsson og er með massaðann afturenda að eigin sögn. Kobbi er einn hinna Vesfirsku Gleðipinna. Á sokkabandsárum þeirra þótti Þjóðleikhúskjallarinn vera það heitasta síðan brauð fór að fást niðurskorið. Einu sinni sem oftar voru Gleðipinnarnir í biðröð til þess að komast inn á Kjallarann. Þegar röðin kom loksins að þeim var Kobba meinuð innganga. Rök dyravarðarins voru á þá leið að Kobbi væri klæddur í gallabuxur en staðurinn leyfði ekki slíkar buxur í sínum húsakynnum. Þarna greindi þeim Kobba og dyraverðinum á, því Kobbi sagðist alls ekki vera í gallabuxum. Reyndi hann að útskýra fyrir dyraverðinum að buxurnar væru ekki úr gallaefni heldur allt öðru efni, og hann ætti ekki að þurfa að líða fyrir það hversu illa dyravörðurinn væri að sér í nýjustu tískustraumum. Honum tókst þó ekki að sannfæra dyravörðinn og því varð Kobbi frá að hverfa. Áður spurði hann dyravörðinn svo allt væri örugglega á hreinu: "Er það ekki alveg á hreinu að þeir sem ekki eru í gallabuxum komast inn á staðinn?" Dyravörðurinn staðfesti það en varð ekki lítið undrandi þegar Kobbi dúkkaði upp hjá honum nokkru síðar á nærbuxunum og tilkynnti dyraverðinum að nú kæmist hann inn þar sem hann væri ekki í gallabuxum. Aftur meinaði þessi rokþrota dyravörður Kobba inngöngu sem varð eðlilega alveg hoppandi illur yfir þessari meðferð og þeim misvísandi skilaboðum sem starfsmenn staðarins væru að senda frá sér.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?