<$BlogRSDURL$>

Friday, April 25, 2008

Munnmælasögur#78
Maður er nefndur Jakob Flosason og er útgerðarmaður. Kobbi hafði einhvern tíma fest kaup á nýjum jeppa og mætti á honum á Shell-skálann til að fá sér ís í Bolungarvíkurblíðunni. Á meðan Kobbi er að reyna að gæða sér á ísnum vindur forvitinn Víkari sér upp að honum og fer að spyrja um bílinn. Því fylgdi hefðubundið spurningaflóð eins og gjarnan vellur út úr bílaáhugamönnum. Þegar þeir voru búnir að fara yfir það helsta, spyr maðurinn Kobba: "Eyðir hann ekki svakalegu miklu bensíni ?" Kobbi, sem var orðinn frekar þreyttur á yfirheyrslunni, svaraði manninum af yfirvegun með annari spurningu: "Er ekki nóg til af bensíni í heiminum ?"

This page is powered by Blogger. Isn't yours?