<$BlogRSDURL$>

Tuesday, April 22, 2008

Who else would get a goal like that ?
Mark Hughes reyndist United erfiður eins og við var að búast um helgina. Nú er leikurinn gegn Chelsea orðinn alger úrslitaleikur. Skelli hérna inn ævintýralegu marki sem kallinn skoraði fyrir Wales gegn Spáni í undankeppni HM 1985. Loksins búið að setja þetta inn á Youtube. Ég átti þetta mark til en lánaði Nesa spóluna fyrir svona einum og hálfum áratug síðan. Nesi var svo heillaður af þessum tilþrifum að hann hætti í landsliðinu í sundi og fór að æfa fótbolta við góðan orðstír. Hann segist nú vera búinn að grafa þetta upp þannig að síðuhaldari getur nú nálgast þetta aftur og fært yfir á DVD. Annars voru Íslendingar einmitt í þessum riðli með þessum þjóðum og Skotum. Fjögurra þjóða riðlar sjást ekki eftir fall kommúnismans. Á þessum tíma var síðuhaldari einmitt að byrja að fylgjast með landsleikjum en þá tíðkaðist ekki að láta stóru þjóðirnar hafa stig án þess að hafa fyrir þeim: A la Kögglafélagið. Fyrirsögnin er fengið að láni frá þul BBC sem var að vísa í hversu mikið kallinn skoraði af eftirminnilegum mörkum. Svo hefur hann náttúrulega alltaf verið með greiðsluna í lagi líka eins og nútíma knattspyrnumenn! Sumir eru bara alveg með þetta.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?