<$BlogRSDURL$>

Friday, May 23, 2008

Enginn er spámaður í eigin föðurlandi
Nú þegar þrjár umferðir eru búnar í Landsbankadeildinni þá eru Keflavík og Fjölnir á toppnum með fullt hús stiga. Gaman að segja frá því að á þessu annars ágæta bloggi spáði síðuhaldari Fjölni neðsta sætinu. Þetta eru því ekki skekkjumörk upp á nema ellefu sæti eða svo. En svona til þess að vega upp á móti þessu þá var hér ýjað sterklega að sigri United í Meistaradeildinni í færslu í byrjun mars:

"Arsenal steig í gærkvöldi stórt skref í þá átt að hjálpa Manchester United að sigra í Meistaradeild Evrópu. Ljóst má vera að Milan hafi verið síðasta liðið sem United vildi mæta, enda hefur Milan tvívegis slegið United sannfærandi út úr keppninni á undanförnum árum. Þarft framtak hjá Nöllunum og fallegt til þess að hugsa að þeir beri hag United fyrir brjósti á alþjóðlegum vettvangi. Nú virðist leiðin vera nokkuð greið fyrir United í Meistaradeildinni..."

Svo mörg voru þau orð.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?