<$BlogRSDURL$>

Tuesday, May 27, 2008

Hamfarir eða framfarir í Hádegismóum?
Nýr ristjóri Morgunblaðsins ætlar greinilega ekki að setjast í stólinn bara til þess að vera ritstjóri heldur er hann greinilega með skoðanir á því hvernig eigi að gera hlutina í Hádegismóum. Nokkrar mannabreytingar hafa þegar átt sér stað á mikilvægum stöðum og gleðst ég sérstaklega yfir því að Bjöggi Guðmunds sé að snúa aftur á Moggann. Vefsíðan Orðið á götunni tekur jafnan fyrir breytingar sem þessar og hef ég rekið mig á það æ oftar hversu lítið er varið í skrifin á þeim vef. Vitaskuld gefur nafnið það svo sem til kynna enda fátt gáfulegt við það að standa á götunni og skiptast á slúðri. Þetta var ritað á vefinn um daginn:

"Orðið á götunni er að sterk, persónuleg bönd séu milli Ólafs og þessara þriggja nýju lykilstarfsmanna. Þeir eru: Kolbrún Bergþórsdóttur, sem verður ný skrautfjöður í menningarumfjöllun Morgunblaðsins. Ólafur hefur unnið afar náið með Kolbrúnu eftir að hann tók við ritstjórn 24 Stunda. Ragnhildur Sverrisdóttir, sem hætti á Mogganum fyrir um það bil ári en snýr nú aftur upp í Hádegismóa og tekur við umsjón með Sunnudagsblaði Moggans undir stjórn nýja ritstjórans. Ráðning Ragnhildar í þetta hlutverk vekur athygli enda hefur Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Moggans haft helgarblaðið á sinni könnu. Ólafur og Ragnhildur hafa unnið saman í áratugi og eru miklir vinir og nágrannar í Fossvoginum. Ragnhildur hefur unnið meira og minna á Mogganum í 25 ár og er öllum hnútum kunnug og verður Ólafi áreiðanlega mikill styrkur að henni.Loks er það Björgvin Guðmundsson, sem var ráðinn til að hafa umsjón með viðskiptaumfjöllun Moggans. Þeir Ólafur eiga það sameiginlegt að tilheyra þeim exklúsíva hópi manna sem hafa verið formenn Heimdalls, félags ungra sjálfstæðismanna. Í þeim hópi eru reyndar einnig Þór Sigfússon, nýr stjórnarformaður Árvakurs og auðvitað líka sjálfur Styrmir Gunnarsson. Björvin Guðmundsson hefur undanfarið verið ritstjóri Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins."

Ekki þekki ég þær Kolbrúnu og Ragnhildi en gæti trúað að þessi sterku persónulegu bönd á milli Óla og Bjögga séu svona álíka mikil og á milli Stormskersins og Stefans Hilmarz. Í greininni er líka ýjað að því að með þessum ráðningum ætli Óli sér að halda utan um alla þræði á ritstjórninni. Sá sem þarna hélt um lyklaborð þekkir greinilega ekki Bjögga vin minn vel ef hann heldur að hægt sé að fjarstýra hans skrifum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?