<$BlogRSDURL$>

Friday, May 30, 2008

Munnmælasögur#80
Saga númer áttatíu er af einum uppáhaldsfrænda mínum, Pétri Guðmundssyni. Stínu Mass þótti, og þykir sjálfsagt enn, synir sínir keyra full geyst. Hefur hún oft og mörgum sinnum komið þeim skilaboðum áleiðis til þeirra með misjöfnum árangri eins og gengur og gerist. Pétur var jafnan með skemmtilega aðferð til þess að draga úr skömmunum frá mömmu sinni þegar hann var að keyra vestur úr höfuðborginni. Fyrir klukkan þrjú á daginn þá hringdi Pétur vestur og tilkynnti Stínu að hann væri að leggja af stað. Síðan fór Pétur í 3 bíó og kíkti á einhverja góða bíómynd. Í kjölfarið lagði hann af stað eða rúmum tveimur tímum síðar en tilkynnt brottför. Þegar til Ísafjarðar var komið voru jafnan teknir nokkrir rúntar, fengið sér pylsu og spjallað við fólkið á rúntinum. Þegar út í Vík var komið biðu hans svo skammir hjá Stínu fyrir það hve fljótur hann hefði verið vestur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?