<$BlogRSDURL$>

Sunday, May 18, 2008

Orðrétt
" Á dögunum var 17 ára skólastúlka, Rand Abdel-Qader, að nafni, barin til dauða. Morðinginn var faðir hennar og ekki þarf að spyrja að því að hann gengur enn laus og veitir blaðaviðtöl af og til. Í samtali við breska blaðið Observer segist hann sjá eftir því einu að hafa ekki komið dótturinni fyrir kattarnef strax við fæðingu hennar. Og hvað ætli stúlkan hafi gert svo skelfilegt að jafnvel hennar eigin föður þótti hún réttdræp? Jújú, þau bjuggu í Basra í Írak og stúlkan tók upp á því að vingast við breskan hermann. Faðirinn, Abdel-Qader Ali, brá skjótt við, barði hana og stakk þar til hún gaf upp öndina. Og ekki var faðirinn einn við þetta, því í viðtalinu segir hann stoltur frá því að synir sínir tveir hafi verið næg karlmenni til að ljúka verkinu með honum. Að vísu var Abdel-Qader Ali handtekinn og yfirheyrður en látinn laus tveimur tímum síðar. Lögreglumennirnir stóðu með mér allan tímann og óskuðu mér til hamingju, segir Abdel-Qader Ali hæstánægður, og bætir því við að vinir sínir og kunningjar séu algerlega sammála sér í málinu. Þeir viti að gjörðir stúlkunnar hafi verið umfram allt sem nokkur múslimi, sem taki íslam alvarlega, geti sætt sig við.

Ef bara svona frétt væri einsdæmi. Og viðtalið við föðurinn færi nú fram í öryggisfangelsi en ekki í sólríkum garði hans. En það er bara ekki svo. Víða í heiminum býr fólk, ekki síst konur og stúlkur, við skelfilega kúgun og yfirgang, ósjaldan misþyrmingar sem geta orðið að hreinum aftökum. Og frá Vesturlandabúum berst lítill stuðningur, jafnvel ekki þó þetta ástand sé tekið að skjóta rótum á Vesturlöndum, hraðar en margir átta sig á. Eða kannski ekki síður: hraðar en margir vilja viðurkenna fyrir sér."
- Vef-þjóðviljinn þann 14. maí 2008.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?