Tuesday, May 27, 2008
Orðrétt
"Og svo er ég svo lánsamur að þekkja Magnús Pálma. Hann vinnur í Glitni og þar eru mörg hundruð tölvur sem hægt er kjósa úr. Ég nefni Magnús Pálma sérstaklega því mér er svo minnisstæð framganga hans í að hjápa Herberti Guðmundssyni, sem hafði verið söngvari KAN, hljómsveitar okkar Bolvíkinga. Herbert leitaði eftir stuðningi bolvískra krakka við að koma laginu hans, Can´t walk away, inn á vinsældarlista Rásar 2. Bolvísk ungmenni lögðust mörg á árarnar með Herberti og hringdu og hringdu og hringdu og komu laginu á toppinn, fyrst íslenskra laga. Ég man ekki lengur töluna á símtölum Magnúsar Pálma í vinsældarlistann, en þau voru mörg. Magnús - fjölpóstur á vinnufélagana- núna!"
- Kalli Hallgríms, poppari og wannabe sjómaður, í smölun á heimasíðu sinni vegna keppni Rásar2 um Sjómannalag ársins.
"Og svo er ég svo lánsamur að þekkja Magnús Pálma. Hann vinnur í Glitni og þar eru mörg hundruð tölvur sem hægt er kjósa úr. Ég nefni Magnús Pálma sérstaklega því mér er svo minnisstæð framganga hans í að hjápa Herberti Guðmundssyni, sem hafði verið söngvari KAN, hljómsveitar okkar Bolvíkinga. Herbert leitaði eftir stuðningi bolvískra krakka við að koma laginu hans, Can´t walk away, inn á vinsældarlista Rásar 2. Bolvísk ungmenni lögðust mörg á árarnar með Herberti og hringdu og hringdu og hringdu og komu laginu á toppinn, fyrst íslenskra laga. Ég man ekki lengur töluna á símtölum Magnúsar Pálma í vinsældarlistann, en þau voru mörg. Magnús - fjölpóstur á vinnufélagana- núna!"
- Kalli Hallgríms, poppari og wannabe sjómaður, í smölun á heimasíðu sinni vegna keppni Rásar2 um Sjómannalag ársins.