<$BlogRSDURL$>

Friday, May 09, 2008

Spá fyrir Landsbankadeildina
Um leið og árlegri spá síðuhaldara er hér kastað fram þá er rétt að vekja athygli á þykkum og safaríkum aukablöðum um Landsbankadeildirnar sem fylgir Morgunblaðinu í dag. Tæplega fimmtíu blaðsíður þar.

Spáin:
1. Valur
2. FH
3. KR
4. ÍA
5. Breiðablik
6. Fylkir
7. Keflavík
8. Fram
9. Grindavík
10. Þróttur
11. HK
12. Fjölnir

Nánast engar breytingar hafa orðið á Valsliðinu og það hjálpar mikið í svona stuttu móti. FH-ingar verða góðir eins og undanfarin ár og ég hef trú á Heimi sem þjálfara. KR-ingar eru ekki með síðri leikmannahóp en tvö efstu liðin og pressan er lágmarki miðað við Vesturbæinn. Breytingarnar eru þó of miklar til þess að liðið smelli í meistaragírinn. Skagamenn eru með flott byrjunarlið og gætu þess vegna orðið meistarar. Hins vegar eru ákvðnir menn svo mikilvægir fyri liðið að það er enginn til þess að leysa þá af ef meiðsli koma upp. Leikmenn eins og Bjarni og Cingel. Blikarnir voru flottir í fyrra og verða flottir núna. Gasic er einn öflugasti varnarmaður deildarinnar og Princinn fær Marel með sér í sóknina. Fylkir er með leikreynda menn og spurning hvort Leifur nær að kveikja almennilegan neista. Einhvern tíma hefði þótt fínt að vera með Guðna Rúnar, Val Fannar, Óla Stígs og Hauk Inga en spurning hversu hungraðir þessir menn eru. Miklar breytingar hjá Keflavík og einnig meiðsli í gangi á undirbúningstímabilinu. Framarar gætu svo sem orðið ofar en þessi spá gefur til kynna. Eru svolítið óskrifað blað enda með nýjan þjálfara. Grindvíkingum er spáð falli eins og alltaf af forráðamönnum liðanna. Þeir þurfa að sleppa við meiðsli til þess að mín spá rætist. Ef útlendingarnir þeirra eru góðir þá falla þeir ekki. Þróttarar eru með ágætis lið. Spurning hvernig sambataktar virka á Valbjarnarvellinum. Vonandi koma Köttararnir frískir til baka í deildina. Hér er nú einfaldlega hent fram klisju um að annað árið sé alltaf erfiðast og þess vegna fær HK fall spá. Fjölnismenn hafa aldrei spilað í efstu deild og þeir þurfa bara að sýna að þeir eigi heima þar eins og aðrir nýliðar. Hef ekki séð þá í vor og þær gætu svo sem verið miklu sprækari en maður heldur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?