<$BlogRSDURL$>

Friday, June 20, 2008

EM stemningin
EM stemningin fer nú að nálgast leyfilegt hámark. Síðuhaldari ætlar nú að hætta sér fram á brúnina og spá Króötum sigri. Sjálfsagt verður Raggi vinur minn Ingvars brjálaður yfir þessari spá enda líklega enginn Liverpool maður hjá Króötum, þó svo að undrabarnið Igor Biscan, ætti náttúrulega heima þarna. Ég er bara hræddur um Raggi minn, að Torres vinur þinn og félagar, fari á taugum gegn spaghettígúbbunum. Enda hefur samstaða jafnan þurft að víkja fyrir þjóðernisrembingi í herbúðum Spánverja. Svo mun harmleikurinn væntanlega eyðileggja stemninguna hjá Hollendingum. Ég hef trú á því að Króatar setji Ivano Balic inn á í úrslitaleiknum. Fyrir þá sem hafa ekki áttað sig á EM laginu hans Þorsteins J og eru að leita að því, þá læt ég það fylgja með hér til að auka á stemninguna.

UPPFÆRT: Eftir þetta ófyrirséða Tyrkjarán þá sér maður ekki hvað geti komið í veg fyrir sigur Þjóðverja.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?