<$BlogRSDURL$>

Friday, June 06, 2008

Ákall til lesenda !
Munnmælasögurnar sívinsælu eru nú orðnar áttatíu talsins. Hafa þær almennt mælst mjög vel fyrir, a.m.k ef mið er tekið af því sem hvíslað er í eyra síðuhaldara sjálfs. Lesendur þessa síðuhalds eru alla jafna spenntastir fyrir sögum af verndara bloggsins, HáEmm, yfirmanni rafmagns á Vestfjörðum. Hefur fólk sent mér áskoranir um fleiri HáEmm sögur með hringingum, bréfaskriftum, SMSum, tölvupóstum, myndhringingum, heillaóskaskeytum og flöskuskeytum. Nú er sú hryggilega staða kominn upp að síðuhaldari er orðinn uppiskroppa með sögur af HáEmm sem þola dagsljósið. Hef þó geymt eina Gleðipinnasögu sem verður notuð sem Munnmælasaga#100 en HáEmm á svo sem ekki meiri sök í þeirri sögu en hinir sem héldu undir bílinn. (Nú átta sig einhverjir á um hvaða sögu er að ræða). Ég trúi því hins vegar ekki fyrr en ég tek á því, að lífshlaup HáEmm hingað til hafi verið á svo rólegum nótum að það dugi ekki í nema liðlega helming af áttatíu sögum. Til þess að verða við kalli lesenda þá verður síðuhaldari einfaldlega að svara í sömu mynt, og biðja lesendur um að senda sér hugmyndir af sögum af Halldóri Magnússyni tæknifræðingi, á netfangið kris@vikari.is. Til vara er hægt að senda sögur af þeim; Ólafi Sigurðssyni, Jóni Áka Leifssyni og Jakobi Fal Garðarssyni.

Með vinsemd
Háttvirtur Síðuhaldari

This page is powered by Blogger. Isn't yours?