Friday, June 13, 2008
Munnmælasögur#81
Fyrir um það bil fimmtán árum síðan fóru all margir Bolvíkingar til framhaldsskólanáms á Akureyri. Veturinn sem síðuhaldari var í fyrsta bekk á Laugum bjuggu Halli Pé, Raggi Ingvars og Láki í Furulundinum. Skammt frá þeirra íbúð bjuggu Elli Kristjáns og Gestur Arnars. Elli í námi en Gestur á togara sem gerður var út frá Hrísey. Kíkti síðuhaldari stundum við um helgar og lét Ella fara með sig undir handarkrikanum inn á 18 ára böll í Sjallanum, svona cirka teimur árum á undan áætlun. Ísfirðingurinn Birgir Örn var stundum dyravörður í Sjallanum en hann er bara á annari hæð og hefur sennilega ekki horft nægilega mikið til jarðar til þess að koma auga á okkur Ella. Gestur var löngum stundum á sjó. Fór í langa túra, þénaði vel og keypti smám saman hluti í innbúið. Hins vegar sat Elli langtímum saman einn að kjötkötlunum því Gestur var alltaf á sjó. Elli nýtti sér þetta óspart og þær stelpur sem þangað voru boðnar, fengu ávallt að vita að þarna byggi Elli einn og ætti allt innbú sem þarna væri að finna. Fannst mörgum stelpum í VMA og MA þetta afar vel af sér vikið hjá Ella að geta komið sér upp svona innbúi verandi einungis námsmaður.
Fyrir um það bil fimmtán árum síðan fóru all margir Bolvíkingar til framhaldsskólanáms á Akureyri. Veturinn sem síðuhaldari var í fyrsta bekk á Laugum bjuggu Halli Pé, Raggi Ingvars og Láki í Furulundinum. Skammt frá þeirra íbúð bjuggu Elli Kristjáns og Gestur Arnars. Elli í námi en Gestur á togara sem gerður var út frá Hrísey. Kíkti síðuhaldari stundum við um helgar og lét Ella fara með sig undir handarkrikanum inn á 18 ára böll í Sjallanum, svona cirka teimur árum á undan áætlun. Ísfirðingurinn Birgir Örn var stundum dyravörður í Sjallanum en hann er bara á annari hæð og hefur sennilega ekki horft nægilega mikið til jarðar til þess að koma auga á okkur Ella. Gestur var löngum stundum á sjó. Fór í langa túra, þénaði vel og keypti smám saman hluti í innbúið. Hins vegar sat Elli langtímum saman einn að kjötkötlunum því Gestur var alltaf á sjó. Elli nýtti sér þetta óspart og þær stelpur sem þangað voru boðnar, fengu ávallt að vita að þarna byggi Elli einn og ætti allt innbú sem þarna væri að finna. Fannst mörgum stelpum í VMA og MA þetta afar vel af sér vikið hjá Ella að geta komið sér upp svona innbúi verandi einungis námsmaður.