<$BlogRSDURL$>

Friday, June 20, 2008

Munnmælasögur#82
Lesendur eru byrjaðir að senda inn sögur af HáEmm eftir ákall síðuhaldara. Lesendur eru þó hvattir til að gera meira í þeim efnum. Þessi saga er um fimmtán ára gömul og var send inn af íþróttafrömuði vestur á fjörðum. Kann síðuhald honum bestu þakkir fyrir.

Þegar bróðir minn heitinn bjó í Stigahlíðarblokkinni voru einstaka sinnum haldin þar partý. Eitt sinn var HáEmm þar staddur ásamt slatta af Víkurum og Ísfirðingum. Var hann búinn að koma sér vel fyrir í hægindastól í stofunni en líkaði ekki tónlistin sem boðið var upp á. Í stofunni var hilla með fimm hundruð snyrtilega röðuðum geisladiskum. Pikkaði HáEmm í Finnboga Bjarna sem sat nær hillunni og segir: "Settu í diskinn með Mannakorn." "Hvar er hann?" spurði Finnbogi. "Hann er bara þarna í hillunni!" svaraði HáEmm um hæl. Ef Finnbogi hefði farið að leita hefði hann ekki fundið diskinn fyrir sólarupprás.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?