<$BlogRSDURL$>

Friday, June 06, 2008

Orðrétt
"Það gerði mikið óveður hér í norður Virginíu í gær. Tveir hvirfilbylir mynduðust í storminum, mikil eyðilegging átti sér stað og amk. ein kona lét lífið þegar tré féll á bíl hennar. Óveðrið stóð þó ekki í meira en 25 mínútur eða svo, þannig að það er hægt að ímynda sér kraftana sem voru að verki. Það skall á svo snögglega að meirihluti fólks á svæðinu hafði ekki varann á sér. Gestir veitingastaðar í Maryland sátu í makindum þegar veðrið skall á og á innan við mínútu rifnaði þakið af og vafðist eins sælgætisbréf utan um nærliggjandi rafmagnslínur. Ég sat og var að vinna þegar byrjaði að hvessa og allt í einu skall stór trjágrein innan við metra frá glugganum sem ég sat við, sekúndum síðar fór rafmagnið af stærstum hluta norður Virginíu. Víðast hvar komst það á fljótlega aftur, nema hjá okkur og ca. 400 þúsund öðrum heimilum. Nú eru 6 klukkustundir liðnar og rafmagn er ekki enn komið á við Lindargötu. Það er 27 stiga hiti og engin loftræsting, hitinn í húsinu er líklega rúmlega 30 gráður. Tré nágrannans brotnaði og lenti á heimkeyrslunni og garðinum, sem betur fer var virkur dagur og við að heiman. Annars ættum við ekki bíl lengur. Sveitir frá borginni komu áðan og söguðu tréið niður og eru nú að troða því í tætara í úrhellisrigningu og niðamyrkri."
Fritz vinur minn í Bandaríkjunum lýsir mögnuðum veðuroffsa á bloggi sínu þann
5. júní 2008.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?