<$BlogRSDURL$>

Thursday, July 24, 2008

Einn Ísfirðingur í Eyjum ?
Kylfingur.is er með merkilega frétt frá Vestmannaeyjum undir fyrirsögninni: Eini keppandi Ísfirðinga í Eyjum. Fréttin fjallar um Gunnstein Jónsson, sem vissulega er frá Ísafirði, en hann hefur ekki sést á Íslandsmótinu í langan tíma enda búsettur í Kanada. Í fréttinni segir meðal annars: "Ísfirðingar eiga einn keppanda á Íslandsmótinu í höggleik í Eyjum, en það er Gunnsteinn Jónsson. Hann býr í Kanada og kom hingað sérstaklega til að taka þátt í mótinu, en síðast tók hann þátt í Íslandsmóti fyrir sex árum þegar það var haldið í Grafarholti."

Síðuhaldari er hræddur um að afrekskylfingnum Auðunni Einarssyni þyki þetta undarleg staðhæfing og ólíklegt verður að teljast að Ísfirðingurinn Valur Jónatansson hafi skrifað fréttina.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?