<$BlogRSDURL$>

Wednesday, July 23, 2008

Það er bara ein skoðun í boði
Þessi ummæli eru alveg dæmigerð fyrir umræðu um umhverfismál. Það er bara ein rétt skoðun samkvæmt þeim sem hæst gala. Samkvæmt þessum manni þá skortir Möllerinn annað hvort skilning eða hann er hræddur. Að sjálfsögðu kemur ekki til greina að Möllerinn sé einfaldlega ósammála að vel athuguðu máli. Getur ekki verið að Möllerinn sé einfaldlega ósammála því að "þarna séu verulegir náttúruverndarhagsmunir í húfi" ? Nei ekki samkvæmt þessu. Sá möguleiki er bara einfaldlega ekki í stöðunni.

Svona er umræðunni reyndar einnig háttað um Evrópumál. Það er ekki í boði að vera á móti aðild að Evrópusambandinu af prinsippástæðum, t.d. vegna aukins skrifræðis og aukins embættismannaræðis á kostnað lýðræðis. Ef einhver er svo ógæfusamur að vera þeirrar skoðunar, þá er því lýst í fjölmiðlum sem skoðanaleysi eða að viðkomandi hafi bara ekki sett málið á dagskrá. Samkvæmt þessu þá liggur það í hlutarins eðli að sé maður ekki hlynntur Evrópusambandsaðild þá hafi maður ekki kynnt sér málið.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?