<$BlogRSDURL$>

Thursday, July 03, 2008

Leiftursnöggur vindmyllusérfræðingur
Einhverjum hefur sjálfsagt fundist að forsetakosningar í Bandaríkjunum væru búnar að eiga sér langan aðdraganda. Helstu skrautfjaðrir demókrata hafa hlaupið langhlaup til þess að fá úr því skorið hver fái að verða forsetaefni flokksins. Eftir taktísk mistök Rúdólfs þá varð þetta eins konar spretthlaup hjá Rebúblikönum. En mörgum hefur jú fundist baráttan taka langan tíma hjá demókrötum og ekki hefur vantað fréttaflutning af úrslitum í einstökum ríkjum og "fréttaskýringar" af stöðu mála. Allt hugsandi fólk virtist hafa skoðun á því hvort Obama eða Clinton væri heppilegri sem forsetaefni. Og fæstir víluðu fyrir sér að flíka þeim skoðunum. Já - nema kannski þungavigtarmenn í sjálfum demókrataflokknum. Þeir hafa verið þráspurðir og virtust ekki hafa á þessu nokkra skoðun eða fannst algerlega óviðeigandi að stjórnmálamenn mynduðu sér skoðanir á stjórnmálamönnum. Bill Clinton var nú reyndar ansi hallur undir Clinton en fátt var um svör hjá Jimmy Carter, Al Gore og John Kerry, a.m.k svo ég viti til. En við skulum ekki vera of fljót á okkur. Þrátt fyrir að einhverjum hafi fundist forkosningarnar taka langan tíma þá dugðu þær ekki Al Gore til að gera upp hug sinn. En hann hefur nú gert það upp við sig að hann styður Obama! Æ Al Gore þið vitið. Sá sem mætti á Bessastaði sem sérfræðingur í umhverfismálum og hrósaði okkur Íslendingum fyrir vindmylluvæðingu okkar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?