<$BlogRSDURL$>

Thursday, July 03, 2008

Orðrétt
"Það var líka sagt að kirkjan hafi hjálpað til við þá bábilju að ekki mátti taka með sér mat á sjó því þá fengist ekki matur úr sjó. En það var hægt að semja við himnafeðgana að taka með sér drykk á sjó. Menn máttu því taka mér sér drykk, þó það hafi ekki verið vín, eins og það sem smiðssonurinn bruggaði, heldur sýrublanda sem var drykkur búinn til úr súrri mysu og skyri. Það hefur komið í ljós í dag þetta er próteinríkur drykkur og allir þessi apar sem eru að hjóla og lyfta lóðum í heilsuræktarstöðvum í stað þess að taka til í garðinum hjá sér eða gera eitthvað ærlegt, eru að drekka skyrdrykki til að verða gamlir og graðir. En það er ekki nokkuð gagn í þessu því það er búið að gerilsneyða þetta allt og blanda út í aldinsöfum og sykri. En í gamla daga drukku þeir sýrunna úr ógerilsneyddri mjólk og fengu nóg af próteinum."

- Finnbogi Bernódusson, safnvörður í Ósvör, í opnuviðtali í Bæjarins Besta þann 27. september 2007.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?