<$BlogRSDURL$>

Tuesday, July 29, 2008

Svandís sker úr um olíuhreinsunarstöðina
Svandís Svavarsdóttir er á meðal þeirra pólitísku hugsuða sem skera sig frá fjöldanum og gnæfir yfir samlanda sína eins og Himmelbjerget yfir dönskum völlum. Hún er fljót að hugsa og snögg að mynda sér skoðanir eins og þegar hún var tilbúinn að fara í meirhlutasamstarf með manni sem hún hafði fullyrt örfáum dögum áður að væri spilltur. Hvert viðtal við Svandísi er því happafengur fyrir almúgann sem tekur fegins hendi hverju færi sem gefst til að kynnast hugarheimi hennar. Eitt slíkt færi gafst nú á fimmtudaginn en þá gaf Svandís vísi.is kost á stuttu viðtali. Svandís hafði nefnilega verið á ferðalagi á sunnanverðum Vestfjörðum. Verandi meðvitaður stjórnmálamaður þá ákvað hún að virða fyrir sér það svæði sem helst hefur verið nefnt til sögunnar sem staðsetning ólíuhreinsunarstöðvar eða reykspúandi ferlíkis" eins og þetta heitir víst í þeirri yfirveguðu opinberu umræðu sem fram hefur farið um málið. Svandís segir svo frá í viðtalinu: "Við fórum og skoðuðum Hvestu þar sem verið er að tala um að setja olíuhreinsunaarstöð, það er fallegt svæði sem ekkert vit er í að fórna." Já þá vita Vestfirðingar það. Ekki fylgdi þessu frekari rökstuðningur eða hvaða "fórnun" hún var að tala um. En fyrst Svandís kíkti þarna við í sumarfríinu þá hlýtur þetta að vera borðleggjandi. Eins og við vitum fyrir vestan þá er alltaf gott að fá sérfræðinga að sunnan í heimsókn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?