<$BlogRSDURL$>

Wednesday, July 23, 2008

Yfir um
Það situr maður við hliðina á mér hérna í tölvustofunni á Þjóðarbókarhlöðunni sem virðist vera búinn að missa það. Fyrir það fyrsta þá lítur hann út fyrir að hafa verið rekinn úr hljómsveitinni Hjálmum fyrir óreglu. Auk þess er hann með stór og dökk sólgleraugu inni í byggingu þar sem gluggarnir eru með minnsta móti og þar fyrir utan er hann inni í tölvustofu þar sem sólin ei skín. Látum það vera en það sem hræðir mig mest er að hann ríkur upp úr stólnum á svona fimm mínútna fresti og gengur um gólf! Síðustu tvo tímana er hann búinn að ganga meira inni í tölvustofunni en Martha Ernsdóttir skokkaði á Ólympíuleikunum í Sydney. Mér sýnist að Ægir Finnboga þurfi að fara að herða gæsluna hérna. Ég brá mér á salernið áðan í nokkrar mínútur en þorði ekki að skilja símann og segulbandið eftir! Ef ég verð ekki búinn að uppfæra blogg fólksins á morgun þá megið þið gjarnan senda víkingasveitina og varaliðið á Hlöðuna.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?