<$BlogRSDURL$>

Tuesday, August 19, 2008

Er ekki kominn tími á að vinna Pólverja ?
Ég er á því. Við töpuðum fyrir þeim í vor í jöfnum leik á þeirra heimavelli og við töpuðum fyrir þeim á HM í Þýskalandi 2007 í jöfnum leik. Þetta eru það svipuð lið að ég held að Pólverjar vinni okkur ekki þrisvar í röð í alvöru leik. En auðvitað er þetta bara 50/50 dæmi.

Nokkur atriði sem þurfa að vera í lagi:

- Diddi HE-MAN þarf að ganga duglega út í skytturnar þegar þeir leita inn á miðjuna. Hann er með nægilega hraða fótavinnu til þess.

- Hreiðar þarf að sýna að hann sé með hreðjar. Ekki kannski bókstaflega en taka eitthvað af skotum frá skyttunum, sérstaklega ef varnarmennirnir ná að pressa þá í erfið skot

- Sóknarleikurinn þarf að vera mjög hraður

- Lið sem eru með miklar skyttur eru stundum sein til baka í vörnina. Við þurfum að keyra í bakið á þeim þar sem sendingargeta Óla Stef nýtist vel.

- Halda áfram að stimpla einfalt fyrir Gaua þegar við erum manni fleiri.

Einfalt á blaði - erfitt í framkvæmd

This page is powered by Blogger. Isn't yours?